Prenthaus

Sports Direct opnar 1750 fermetra verslun á Norðurtorgi

Sports Direct opnar 1750 fermetra verslun á Norðurtorgi

Íþróttavöruverslunin Sports Direct mun opna á Norðurtorgi á Akureyri næsta vor. Þetta kemur fram á staðarmiðlinum Akureyri.net.

Þar segir að þegar hafi verið gengið frá samningum um bresku keðjuna um 1.750 fermetra verslun á Norðurtorgi. Allt verslunarrými Norðurtorgs hefur nú verið leigt út en Rúmfatalagerinn og Ilva hafa verið þar frá opnun og Bónus mun bætast við ásamt Sports Direct á næsta ári.

Sjá einnig: Bónus opnar á nýja verslun á Norðurtorgi á Akureyri

Verslunarmiðstöðin opnaði í gamla Sjafnarhúsinu síðasta sumar en reikna má með því að það muni bætast meiri starfsemi við síðar. Stefnt er að 20 þúsund fermetra stækkun á húsnæðinu samkvæmt frétt Akureyri.net en núverandi húsnæði er nú 11 þúsund fermetrar.

UMMÆLI

Sambíó