Sr. Svavar – „Hvet fólk til að gæta sín í dómhörku“

Sr. Svavar – „Hvet fólk til að gæta sín í dómhörku“

Svavar Alfreð Jónsson prestur í Akureyrarkirkju sá ástæðu til að tjá sig á Facebook um skemmdarverkin sem unnin vori á kirkjum bæjarins í vikunni. Talsverð umræða hefur skapast um málið í bænum eftir að lögreglan handtók mann sem viðurkenndi verknaðinn.

Svavar hvatti fólk til að gæta sín í dómhörku og minnti á að gjörðir þessa manns gæfu ekki tilefni til fordæmingar á fólki sem hefði áþekkar trúarskoðanir. Sr. Hildur Eir Bolladóttir, prestur tók undir með Svavari og deildi uppfærslunni.

Færsluna má sjá í heild hér að neðan:

Nú þegar maður hefur gengist við skemmdarverkunum á kirkjum á Akureyri hvet ég fólk að gæta sín í dómhörku. Réttvísin mun hafa sinn gang í þessu máli eins og öðrum þar sem lög hafa verið brotin. Gjörðir þessa manns gefa alls ekki tilefni til fordæmingar á fólki sem hefur áþekkar trúarskoðanir og hann, ekki frekar en glæpir unnir í nafni trúar geta verið áfellisdómur yfir öllu trúuðu fólki.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó