SS Byggir mun ekki byggja fimm hæða hús á Oddeyri

SS Byggir mun ekki byggja fimm hæða hús á Oddeyri

Helgi Örn Eyþórsson, verkefnisstjóri hjá SS Byggi, segir það öruggt að SS Byggir muni ekki koma að byggingu á fimm hæða húsum á Oddeyri, sama hvað kemur úr íbúakosningu sem fyrirhuguð er í næsta mánuðu um skipulagsmál á Oddeyri. Helgi segir íbúakosninguna vera tilgangslausa þar sem hún snúist um ósjálfbært verkefni. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

SS Byggir kynnti hugmyndir haustið 2019 um að reist yrðu allt að ellefu hæða fjölbýlishús á Gránufélagsreit á Oddeyri. „Við byrjuðum á að tala um 11 hæðir niður á Eyri en vorum svo í samtali við skipulagsyfirvöld um sjö til átta hæðir en það á síðan að fara í íbúðakosningu, einhverjar fimm hæða byggingar, eins og mér skilst,“ segir Helgi Örn sem var gestur á Morgunvakt Rásar 1 í gær. 

Málið hefur verið umdeilt frá því það var kynnt fyrst og heitar umræður hafa myndast um málið á Akureyri. Helgi telur þó að andstaðan sé ekki eins mikil og samfélagsmiðlar segi til um. Hann segir að skipulagið sem Akureyrarbær hafi ákveðið að fara með í íbúakosningu sé ósjálfbært og að það sé öruggt að SS Byggir taki ekki að sér verkefnið.

Aðspurður segir Helgi að hann telji kosninguna tilgangslausa. „Ég hugsa það. Sá aðili sem færi þarna inn þarf að taka mið af því að þarna eru dýr uppkaup fram undan og dýr grundun að byggja svona undir sjávarmál. Þannig að skipulagið sem Akureyrarbær er að fara með í íbúakosningu, segjum svo að það verði samþykkt, það er ósjálfbært.“ 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó