Staða og réttindabarátta kvenna á átakasvæðum

Fimmtudaginn 18. janúar kl. 17:00-17:50 flytur Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur erindi um stöðu og réttindi kvenna á þeim átakasvæðum sem hún hefur starfað sl. sjö ár fyrir alþjóðastofnanir og –samtök í Afganistan, á Balkanskaga og nú síðast í Palestínu og Ísrael. Fyrirlesturinn er opinn öllum og verður á Jafnréttisstofu í anddyri Borga við Norðurslóð.

Í fyrirlestri sínum mun Magnea ræða reynslu sína af því að starfa fyrir stofnanir sem beita sér fyrir bættri stöðu og réttindi kvenna frá því að hún lauk meistaranámi í átaka- og friðarfræðinum frá School of Foreign Service, Georgetown háskóla árið 2004 með áherslu á samtímaátök, orsakir þeirra, afleiðingar og friðarlausnir.

Til námsins hlaut hún styrki frá Fulbright stofnuninni og Samtökum bandarískra háskólakvenna (American Association of University Women – International Fellowship) og síðan rannsóknarstyrk frá Institute for the Study of International Migration til að gera rannsókn á aðgerðum til að stemma stigu við kynbundu ofbeldi í flóttamannabúðum í Tansaníu sumarið 2003. Magnea hefur einnig kennt um árabil, bæði við Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og Jafnréttisháskóla Sameinuðu þjóðanna. Síðan í haust hefur Magnea sinnt stöðu sérfræðings í jafnréttisteymi Velferðaráðuneytisins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó