Stærsta heimagerða sprengja sem notuð hefur verið á Íslandi

Stærsta heimagerða sprengja sem notuð hefur verið á Íslandi

Sprengjan sem var sprengd í Ólafsfjarðargöngum í mars var stærsta heimagerða sprengjan sem sprengd hefur verið hér á landi í þeim tilgangi að valda skemmdum. Refsing við brotinu getur verið allt að sex ára fangelsi. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

„Það er enn verið að skoða hversu öflug hún var en við vitum að þetta er sú stærsta af tegundinni IED (improvised explosive device eða heimagerð sprengja) sem notuð hefur verið í þessum tilgangi hér á landi,“ segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við fréttastofu RÚV. 

Rannsókn á málinu er enn í fullum gangi hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Fjórir voru handteknir vegna málsins, allt einstaklingar á fertugs- og fimmtugsaldri. Þeim var sleppt úr haldi lögreglu eftir skýrslutöku.

Bergur segir í samtali við RÚV að rannsókn gangi vel. Nú sé verið að kortleggja hversu umfangsmikill þáttur hvers og eins var í málinu og er meðal annars stuðst við farsímagögn í þeirri rannsókn.

Nánari umfjöllun um málið má finna á vef RÚV með því að smella hér.


UMMÆLI