beint flug til Færeyja

Stal bíl í morgun og reyndi að stinga lögreglu af á hlaupumBifreiðinni var stolið úr bílastæði í Hafnarstræti.

Stal bíl í morgun og reyndi að stinga lögreglu af á hlaupum

Fyrirtækjabíl Lemon á Akureyri var stolið við Hafnarstræti rétt um tíu leytið í morgun. Lögreglunni barst tilkynning um málið kl. 09:45 en starfsmaður á bílnum hafði skilið bifreiðina eftir í gangi meðan hann var að ferja inn vöru. Þegar hann kom út aftur sekúndum seinna var bifreiðin horfin.

Bifreiðin sást skömmu seinna á ferðinni um bæinn og við tók stutt eftirför. Lögreglan gaf viðkomandi aðila merki um að stöðva bifreiðina sem ökumaðurinn gerði. Eftir að hafa stöðvað bifreiðina reyndi ökumaðurinn að hlaupa undan lögreglu sem dugði skammt en viðkomandi var handtekinn eftir stuttan sprett.

Sá bílinn og ökumanninn í umferðinni stuttu eftir að hann hvarf  

Jóhann Stefánsson, eigandi Lemon á Akureyri, var sjálfur á rúntinum þegar hann fékk símtal frá starfsmanni um að bíllinn væri horfin. Stuttu seinna sér hann bílinn í umferðinni en þá var lögreglan komin í málið. Í samtali við Kaffid.is segir Jóhann að blessunarlega varð ekki meira úr þessu en þetta. „Þeir segja það í veitingabransanum að enginn dagur sé eins. Ég verð að taka undir það, þetta var klárlega tilbreyting í morguninn hjá manni svo ekki sé meira sagt,“ segir Jóhann léttur í bragði.

Sambíó

UMMÆLI