Prenthaus

Stapi hefur orðið af tugum milljóna

Mynd: Auðunn/Vísir.

Stapi lífeyrissjóður hefur orðið af tugum milljóna í leigutekjur vegna fjölbýlishúss sem hefur staðið autt svo mánuðum skiptir. Greint er frá á vef RÚV.

Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stapa, harmar að blokkin hafi verið tekin í notkun en telur að sjóðurinn muni ekki tapa á fjárfestingunni. Í viðtali við fréttamann Rúv segist hann gera ráð fyrir því að íbúðirnar fari í sölu í næstu viku.

Söluferli hafi verið langt komið fyrir áramót en ekki hafi tekist að ljúka því. Nú eigi að reyna að selja íbúðirnar hverja fyrir sig. Þegar Stapi keypti 35 íbúða blokkina í Undirhlíð á Akureyri var stefnan upprunalega að leigja íbúðirnar út. Blokkin var keypt af verktaka og var fullbúin í ágúst. Þegar skipt var um stjórnendur hjá Stapa var hætt við að leigja út íbúðirnar og ákveðið að selja blokkina í heilu lagi. Það hefur hins vegar ekki gengið.

Íbúðirnar eru á bilinu 60 til 130 fermetrar. Ef meðalleiguverð væri 160 þúsund krónur á mánuði, í samræmi við markaðsverð, þá eru um 34 milljónir sem ekki hafa skilað sér í tekjur frá því blokkin var tilbúin, á meðan sjóðurinn þarf að borga hita, rafmagn, fasteignagjöld og fleira, segir á vef Rúv.

Sjá einnig:

Íbúðir í eigu Stapa lífeyrissjóðs standa enn auðar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó