Prenthaus

Starfamessa fyrir 9. og 10. bekk á Akureyri

Nemendur Glerárskóla á Starfamessu

Náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum Akureyrarbæjar í samstarfi við fræðsluskrifstofu Akureyrarbæjar og kennara stóðu fyrir starfskynningardegi – starfamessu, fyrir nemendur 9. og 10. bekkjar bæjarins. Hún fór fram í anddyri íþróttarhallarinnar 27. apríl sl.

„Megin markmiðið með þessum degi er að fræða unga fólkið okkar um störf og menntun og þannig stuðla að fjölbreyttum og líflegum vinnumarkaði í framtíðinni,“ segir Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Oddeyrarskóla á Akureyri. 

„Það er mikilvægt að fá ólíkar starfstéttir til að taka þátt í svona kynningu.  Nemendur gátu skoðað og viðað að sér upplýsingum sem geta nýst þegar grunnur verður lagður að menntunarmöguleikum og framtíðarstarfi. Mörg fyrirtæki tóku þátt og heppnaðist dagurinn vel, vonandi er starfamessa komin til að vera fyrir nemendur Akureyrar og nágrennis.“

Sambíó

UMMÆLI