Starfsfólk og nemendur í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni í Giljaskóla

Starfsfólk og nemendur í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni í Giljaskóla

Starfsmaður í Giljaskóla á Akureyri hefur greinst með Covid smit. Eftir skoðun og rakningu skólans í samstarfi við smitrakningarteymi Almannavarna er niðurstaðan sú að nokkrir úr hópi starfsfólks og nemenda fara í sóttkví.

Allir einstaklingar sem þurfa að fara í sóttkví hafa þegar fengið upplýsingar um það. Starfsmaðurinn tengist ákveðnum árgangi í skólanum og aðrir nemendur og starfsfólk sem tengjast árganginum þurfa að viðhafa svokallaða smitgát og vera þar með mjög vel vakandi fyrir minnstu einkennum og fara í sýnatöku ef þeirra verður vart.

Fleiri þurfa hvorki að viðhafa smitgát eða sóttkví en í pósti til foreldra í skólanum er fólk beðið um að vera vel vakandi fyrir einkennum.

„Eins og áður þurfum við að taka höndum saman og hjálpast að í þessu mikilvæga verkefni,“ segir Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri.

UMMÆLI