Starfstöð heimaþjónustunnar flytur úr Íþróttahöllinni

Nú er að ljúka flutningum á starfstöð heimaþjónustunnar úr Íþróttahöllinni yfir í húsnæði Þjónustu- og félagsmiðstöðvar aldraðra í Víðilundi 22. Með flutningunum er leitast við að skapa heilstæðari þjónustu fyrir bæjarbúa í einu og sama húsnæðinu. Iðjuþjálfi verður nú með bækistöðvar sínar í Víðilundi.

Símanúmer starfstöðvarinnar er óbreytt eða 461 1249. Beðist er velvirðingar á hugsanlegum byrjunarörðugleikum vegna flutninganna á næstu dögum, svo sem í símaþjónustu, og bent á að einnig er hægt að hringja í afgreiðslu búsetusviðs í síma 461 1410.

Frétt af akureyri.is

Sambíó

UMMÆLI