Stefán Elí gefur út enn eitt lagið: „Pink Smoke það lag sem ég er hvað stoltastur af að hafa samið“

Stefán Elí gefur út enn eitt lagið: „Pink Smoke það lag sem ég er hvað stoltastur af að hafa samið“

Föstudaginn 24. maí ljáði Stefán Elí alheiminum lag sitt, Pink Smoke. Stefán Elí hefur vægast sagt verið iðinn við útgáfur og er Pink Smoke sjöunda lag vetrarins úr smiðju hans.

Sjá einnig: Stefán Elí og Rán vinna saman við lagið Hoping That You’re Lonely

Í laginu má heyra Stefán Elí draga innblástur úr ótal áttum. Hægt er að skipta laginu í nokkra kafla og í þeim kannar Stefán Elí ýmsar tónlistarstefnur og hljóðheima en vefur þó allt saman á fagmannlegan og listrænan hátt og lagið flæðir fallega úr hverjum og einum kafla yfir í þann næsta. Stefáni tekst með þessu að halda hlustendunum allan tímann á tánum við áheyrn.

Pink Smoke er heldur angurvært og dapurt í eðli sínu en tjáir áheyrendum þó tilfinningar úr ótal áttum. Stefán Elí brýtur viljandi flestar popp reglur þar sem í laginu má hvorki finna hefðbundin vers né viðlög auk þess sem töluverður styrkleikamunur er á köflunum.

“Á þessari stundu er Pink Smoke það lag sem ég er hvað stoltastur af að hafa samið. Þetta er í fyrsta sinn sem ég munda margar þær kúnstir sem má heyra í laginu, bæði útsetningarlega og tónsmíðalega séð. Á meðan ég var að semja lagið hafði ég satt að segja ekki grænan grun hvert það væri að fara en það kom allt heim og saman undir lokin.”

Hægt er að hlusta á lagið hér að neðan

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó