Akureyringurinn Stefán Karel Torfason er sterkasti maður Íslands árið 2021. Stefán sigraði keppnina Sterkasti maður Íslands eftir spennandi lokasprett. Keppnin réðst ekki fyrr en í lokakeppnisgreininni.
Mótið fór fram á Selfossi um helgina og lokaviðureignin fór fram í Reiðhöllinni í Víðidal. Stefán Karel gat þar gengið lengra en Eyþór Melsteð með Húsafellshelluna og tryggði sér þannig sigur á mótinu.
Stefán vann sér inn keppnisrétt á World’s Ultimate Strongman-mótinu, sem fer fram í Jacksonville í Flórídaríki í Bandaríkjunum 17. september næstkomandi. Faðir Stefáns, Torfi Ólafsson, er lifandi goðsögn í íslenska kraftlyftingaheiminum.
Stefán Karel var á sínum tíma efnilegur körfuboltamaður en hann neyddist til þess að hætta í þeirri íþrótt árið 2016 vegna höfuðmeiðsla aðeins 22 ára gamall.
Sjá einnig: ,,Gæti misst eitthvað meira en körfubolta“
UMMÆLI