Stefán Karel neyðist til að binda endi á feril sinn

ar-151029412Stefán Karel Torfason lýsti því yfir í samtali við Karfan.is í gær að hann þyrfti að hætta í körfubolta eftir fjögur þung höfuðhögg. Stefán sem samdi við ÍR í sumar lenti í slæmu höfuðhöggi gegn Snæfell í fyrsta leik tímabilsins í Dominos deild karla og hefur glímt við afleiðingar þess undanfarið.

„Ég hef rætt við alla, lækna, sjúkraþjálfara og fjölskylduna og við erum sammála um að þetta eru nokkur öflug höfuðhögg sem gera það að verkum að maður fer að horfa til þess að það er annað mikilvægara í lífinu en körfubolti. Það er alls ekki verið að neyða mig út úr íþróttinni en það er sterklega mælt með því að ég hætti og ákvörðunin er ofboðslega erfið,“ sagði Stefán við Karfan.is

Stefán Karel sem er aðeins 22 ára gamall hóf feril sinn með Þór Akureyri árið 2011. Árið 2013 færði hann sig um set og spilaði með Snæfell þar til hann fór til ÍR í sumar. Stefán á 5 leiki að baki með A landsliði Íslands.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó