beint flug til Færeyja

Stefanía þrefaldur Norðurlandameistari

Stefanía þrefaldur Norðurlandameistari

Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr íþróttafélaginu Eik á Akureyri stóð sig frábærlega á Norðurlandamóti í frjálsum íþróttum sem fór fram 19. til 21. ágúst í Bollnäs í Svíþjóð.

Stefanía varð þrefaldur Norðurlandameistari en hún sigraði í 100 metra og 200 metra hlaupi. Þá vann hún einnig í langstökki sem að er hennar aðalgrein.

Stefanía tók svo silfur í spjótkasti og setti nýtt Íslandsmet. Í lok móts var hún svo valin íþróttamaður mótsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó