Stefna að opnun Krónunnar á Akureyri

Stefna að opnun Krónunnar á Akureyri

Matvöruverslunin Krónan mun opna á Akureyri á næstu misserum. Nýir eigendur tóku við reksti Krónuverslananna um síðustu mánaðarmót. Stefnt er að opnun fjögurra nýrra Krónuverslanna.

Sú fyrsta verður opnuð í Skeifunni í Reykjavík fyrir jól. Í kjölfarið munu svo verslanir opna í Hafnarfirði, Norðlingaholti og á Akureyri.

Lengi hefur staðið til að opna Krónu verslun á Akureyri. Festi Hf, sem ráku verslanirnar áður en N1 tók við rekstrinum síðustu mánaðarmót, gáfu það út í desember árið 2016 að framkvæmdir vegna opnunnar Krónunnar og Elko myndu hefjast árið 2017. Þá var áætlað að verslanirnar myndu opna í Glerárgötu 36. Ekkert varð úr þeim framkvæmdum.

Sjá einnig:

Óvíst hvenær Krónan og Elko koma til Akureyrar

UMMÆLI

Sambíó