Færeyjar 2024

Stefnt á að klára niður í línu 30 í bólusetningum í vikunni

Stefnt á að klára niður í línu 30 í bólusetningum í vikunni

Í vikunni er stefnt að því að klára að bólusetja niður í línu 30 samkvæmt handahófsbólusetningarröðun á starfsstöðum HSN. Það gæti orðið aðeins styttra eða aðeins lengra á mismunandi stöðum en á Akureyri verður að minnsta kosti farið að línu 30 sem er árgangur 1991.

Hér má sjá lista yfir handahófsbólusetningar á Norðurlandi.

Ekki er búið að ljúka við boðanir fyrir þessa viku þannig að einhverjir geta átt eftir að fá boð. Á Akureyri geta þeir sem áður hafa fengið boð í bólusetningu en ekki getað nýtt sér, mætt með sín strikamerki í bólusetningu á miðvikudeginum eða föstudaginn. Á öðrum starfstöðvum hafa þeir sem eru með gömul boð samband við sína heilsugæslu um það hvenær þeir geti komið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó