Prenthaus

Stefnt á að opna nýja stólalyftu í febrúar

Stefnt á að opna nýja stólalyftu í febrúar

Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verður tekin í notkun um miðjan febrúar á þessu ári ef að veður leyfir. Stólalyftan átti upphaflega að vera tilbúin til notkunar árið 2018 en opnun hennar hefur frestast reglulega síðan.

Síðast stóð til að opna lyftuna í desember 2021 en þá varð hún fyrir skemmdum vegna sterkra vinda í Hlíðarfjalli. Nú er búið að styrkja stólana svo þeir þoli veður og vind í fjallinu.

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur falið Brynjari Helga Ásgeirssyni, forstöðumanns Hlíðarfjalls, að undirbúa opnun lyftunnar um miðjan febrúar.

„Bæjarráð felur forstöðumanni Hlíðarfjalls í samstarfi við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að undirbúa formlega opnun nýrrar lyftu og er stefnt að opnun um miðjan febrúar ef veður leyfir,“ segir í bókun bæjarráðs Akureyrar.

UMMÆLI

Sambíó