Stelpurnar steinlágu í Keflavík

korfubolti

Slæmt tap í Keflavík.

Kvennalið Þórs sótti ekkert gull í greipar b-liðs Keflavíkurkvenna í 1.deildinni í körfubolta í gær þegar liðin áttust við í Keflavík. Lokatölur 90-60 fyrir heimakonum.

Þórsarar urðu fyrir áfalli fyrr í vikunni þegar Fanney Lind Thomas ákvað að yfirgefa liðið og ganga til liðs við úrvalsdeildarlið Skallagríms en Fanney hefur verið í lykilhlutverki hjá Þór í vetur.

Það var snemma ljóst í hvað stefndi í Keflavík í gær en heimakonur höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda. Staðan í leikhléi 51-26 fyrir Keflavík b.

Ungstirnið Heiða Hlín Björnsdóttir var stigahæst í liði Þórs með fimmtán stig og næst henni kom Unnur Lára Ásgeirsdóttir með þrettán.

Stigaskor Þórs: Heiða Hlín Björnsdóttir 15, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 13, Rut Herner Konráðsdóttir 11, Erna Rún Magnúsdóttir 6/10 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 6, Kristín Halla Eiríksdóttir 5, Sædís Gunnarsdóttir 4.

Stigaskor Keflavíkur b: Katla Rún Garðarsdóttir 19, Birna Valgarðsdóttir 15, Irena Sól Jónsdóttir 15, Elsa Albertsdóttir 10, Andrea Einarsdóttir 8, Svanhvít Snorradóttir 5, Anna Svansdóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5, Eydís Eva Þórisdóttir 4, Eva María Lúðvíksdóttir 3, Tinna Björg Gunnarsdóttir 1.


UMMÆLI

Sambíó