Stelpurnar í Þór unnu frækinn sigur

Rut Herner, mynd:thorsport.is

Þór styrkti stöðu sína á toppi 1. deildar kvenna í körfubolta í dag með sigri gegn KR í leik sem fram fór í íþróttahúsi Síðuskóla.

Þótt ekki hafi munaði nema 8 stigum á liðunum í lokin var sigur Þórs mun öruggari en þær tölur gefa til kynna en heimakonur leiddu í hálfleik 31-24.

Þórsliðið styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með sigrinum í dag og eru nú með 14 stig en Breiðablik er í öðru sætinu með 10 og KR í því þriðja með 6 stig.

Stig Þórs í dag:
Rut Herner 18, Unnur Lára 16, Heiða Hlín 11, Thelma Hrund 7 og Erna Rún 4.
Hjá KR var Þorbjörg Friðriksdóttir stigahæst með 12 stig, Perla Jóhannesdóttir 10, Rannveig Ólafsdóttir og Margrét Blöndal 9 stig hvor og Kristbjörg Pálsdóttir 6

Sambíó

UMMÆLI