StemMA gefur út nýjan þátt


StemMA er annað af tveimur myndbandafélögum í Menntaskólanum á Akureyri og líkt og SviMA, gaf félagið út sérstakan þátt í gær á kvöldvöku skólans. StemMA hefur verið í skólanum aðeins styttra en SviMA en vinalegur rígur hefur ríkt á milli félaganna í gegnum árin. StemMA stendur fyrir stelpur í MA og eru því eingöngu stelpur sem standa að félaginu. Þátturinn samanstendur af stuttum og skemmtilegum sketsum sem félagið undirbjó fyrir kvöldvökuna.

Nú vinna bæði félögin hörðum höndum að undirbúa árshátíðarmyndbönd fyrir árshátíð MA sem haldin verður 24. nóvember en hér að neðan má sjá fyrsta þátt vetrarins hjá StemMA.

https://www.youtube.com/watch?feature=youtu.be&v=_NobUXo1Ikw&app=desktop

Sjá einnig: 

Myndbandafélag í Menntaskólanum á Akureyri gefur út fyrsta þátt vetrarins


UMMÆLI

Sambíó