Stjórnendum Naustaskóla þykir miður hversu neikvæð umræða hefur skapast um skólann

Atvikið átti sér stað á skólalóð Naustaskóla

Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um atvik sem átti sér stað fyrir utan Naustaskóla á miðvikudagsmorgun. Menn.is birti á síðu sinni stöðuuppfærslu frá manni sem kallaður er Jón en seinna nafn hans er ekki sýnilegt í færslu menn.is. Jón lýsir þar árás þriggja drengja gegn yngri stelpu.

Ekki er nánar fjallað um málið í færslunni sem er sú vinsælasta á síðunni í dag en yfir 1100 manns hafa deilt henni á Facebook.

Stjórnendur Naustaskóla sendu í dag frá sér yfirlýsingu á heimasíðu skólans þar sem sagt er að starfsmenn skólans hafi fylgt málinu vel eftir og að strax hafi verið brugðist við.

Stjórnendum þykir miður hveru neikvæð umræða hefur skapast í kringum skólann og hvetja foreldra til að koma beint til skólans hafi þau áhyggjur eða vangaveltur varðandi skólastarfið. „Starfsfólk Naustaskóla sinnir starfi sínu af alúð og heilindum og hefur hagsmuni nemendanna að leiðarljósi.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó