Samkvæmt viðhofskönnun sem SÍMEY gerði í samstarfi við Akureyrarbæ árið 2017 hjá um 100 stjórnendum sveitarflélagsins er mikill meirihluti ánægður í starfi.
Mikill meirihluti stjórnanda kvaðst ánægður í starfi og stoltur af því að starfa hjá Akureyrarbæ. Þeir tala vel um vinnustaðinn og verja starfsstöð sína sé henni hallmælt.
Stjórnendur láta vitneskju og upplýsingar góðfúslega í té hvor til annars og telja sig eiga auðvelt með að leita eftir stuðningi hjá öðrum stjórnendum Akureyrarbæjar. Þeir telja sig einnig hafa góða möguleika á að efla sig í starfi, fá tækifæri til að sýna frumkvæði í starfi og hafa þekkingu til að sinna starfi sínu á fullnægjandi hátt.
Á öllum þeim kvörðum sem notaðir voru til að meta ánægju og líðan í starfi hefur orðið breyting til batnaðar frá árinu 2012 en niðurstöður þá voru einnig mjög góðar. Álag og streita meðal stjórnenda virðist ennþá vera þónokkur en hefur þó minnkað frá því sem var samkvæmt könnuninni sem gerð var árið 2012.
UMMÆLI