Stöðvaður á 217 km hraða á Eyjafjarðarbraut

Mynd af Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra tekin í Öxnadal

Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði afskipti af 87 ökumönnum vegna hraðaksturs í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu lögreglunnar.

Þá voru 15 umferðaróhöpp skráð og þar af eitt slys þar sem ökumaður lét lífið. Lögreglan vekur sérstaka athygli á því að margir mældust á miklum hraða en sá sem ók hraðast var á 217 km hraða. Sá ökumaður var tekinn á mótorhjóli sem mælt var á Eyjafjarðarbraut eystri að kvöldi laugardags.

„Breyt­ing virðist vera að eiga sér stað til hins verra í þess­um efn­um og skor­um við því á öku­menn að gefa þess­um þætti meiri gaum og fylgja þeim regl­um sem gilda um öku­hraða í hví­vetna svo all­ir kom­ist heil­ir á áfangastað því of hraður akst­ur er dauðans al­vara,“ seg­ir á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra.

UMMÆLI

Sambíó