Stór aurskriða féll ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði

Stór aurskriða féll ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði

Stór aurskriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Þar segir að búseta sé á jörðinni en enginn hafi verið í húsinu þegar skriðan féll. Skriðan staðnæmdist um 100 metra frá húsinu.

„Engan sakaði eftir því sem næst verður komið. Fleiri smærri skriður hafa fallið og heyrast drunur frá skriðusárinu sem er merki um að grjót er enn að falla. Lögreglan á Norðurlandi eystra er á staðnum og von á sérfræðingi frá Veðurstofu Íslands til að meta aðstæður. Ekki er útilokað að fleiri skriður geti fallið,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó