Stórglæsilegt fyrsta landsliðsmark Brynjars Inga

Stórglæsilegt fyrsta landsliðsmark Brynjars Inga

Akureyringurinn Brynjar Ingi Bjarnason var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í knattspyrnu gegn Póllandi. Brynjar hefur leikið vel í vörn Íslands í undanförnum vináttuleikjum og ævintýri hans heldur áfram.

Brynjar er að spila í vörn Íslands gegn Póllandi og mætir þar besta framherja heims í dag Robert Lewandowski. Brynjar kom Íslandi í 2-1 fyrir skömmu í upphafi síðari hálfleiks með stórglæsilegu marki sem má sjá hér að neðan.

https://twitter.com/samxno19/status/1402312336724180997?s=20
VG

UMMÆLI