Stóri hjóladagurinn í Kjarnaskógi á laugardaginn

Stóri hjóladagurinn í Kjarnaskógi á laugardaginn

Á laugardaginn kemur hefst evrópsk samgönguvika um allt land. Að því tilefni verður Stóri hjóladagurinn haldinn í Kjarnaskógi í samstarfi Akureyrarbæjar og Hjólreiðafélags Akureyrar.

Viðburðurinn hefst klukkan 14 og eru gestir hvattir til að koma hjólandi í skóginn. Gera má ráð fyrir að það taki um 20-30 mínútur fyrir miðlungsvant hjólreiðafólk að hjóla í Kjarnaskóg frá Ráðhústorgi svo dæmi sé tekið.

Hist verður við leikvöllinn sunnan við strandblakvellina, völundarhúsið og ærslabelginn og þaðan verður hjólað saman um þetta ævintýrasvæði með fólk frá hjólreiðafélaginu í broddi fylkingar. Þessi hjólatúr hentar fólki á öllum aldri.

Að hjólafjöri loknu verður boðið upp á grillaðar pylsur og drykki meðan birgðir endast.

Viðburðurinn á Facebook

Sambíó

UMMÆLI