Það verður toppslagur í Hertz-deild kvenna í íshokkí í kvöld þegar lið Skautafélags Akureyrar, Ásynjur og Ynjur mætast.
Óhætt er að segja að þarna fari tvö bestu lið landsins í vetur en Ynjur eru með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir sex leiki og Ásynjur eru í öðru sæti, hafa aðeins tapað einum leik, einmitt gegn Ynjum.
Ásynjur er eiginlegt meistaraflokkslið SA á meðan Ynjur eru yngra lið SA. Ungviðið hafði betur, 5-3 þegar liðin mættust fyrr í vetur.
Það má því búast við hörkuleik í Skautahöll Akureyrar í kvöld og hefjast herlegheitin klukkan 19:30.
UMMÆLI