Stórsigur KA/Þór í fyrsta leik

KA/Þór hóf leik í Grill66 deild kvenna í handbolta í gær. 250 manns mættu í KA heimilið til að fylgjast með leik KA/Þór og Val U. KA/Þór tapaði ekki leik í KA heimilinu á síðasta tímabili.

Mikil stemning var í KA heimilinu og umgjörðin til fyrirmyndar. Leikurinn byrjaði brösulega hjá KA/Þór en eftir 10 mínútur náðu þær forystu og bættu síðan við hana það sem eftir lifði leiks. Leiknum lauk með stórsigri liðsins 32-16.

KA/Þór er spáð góðu gengi í Grill66 deildinni í vetur en á síðasta tímabili voru þær hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Fylki í Árbænum.

 


UMMÆLI

Sambíó