Strætóskýli brotin á Akureyri

straetomynd

Á myndinni má sjá strætóskýli á Akureyri inn í gulum hring og staðsetningu þess á korti. Strætóskýlið á myndinni er eins og þau sem voru eyðilögð.

Fréttastofa RÚV greinir frá því í dag að skemmdarverk hafi verið unnin á þremur strætóskýlum á Akureyri um helgina. Rannsókn málsins er langt komin samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Skemmdarverkin voru framin á Borgarbraut og við Merkigil. Strætóskýlin voru úr gleri og voru mölbrotin.

Jónas Vigfússon, forstöðumaður umhverfismiðstöðvar Akureyrarbæjar segir að kostnaðurinn vegna skemmdanna hlaupi á hundruðum þúsunda.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó