Sturtuhausinn fer fram í kvöld – 18 söngatriði

Sturtuhausinn fer fram í kvöld – 18 söngatriði

Nítján flytjendur koma fram í átján söngatriðum á Sturtuhausnum – söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri 2017. Keppnin fer fram í Menningarhúsinu Hofi í kvöld. Á heimasíðu MAk kemur fram að keppnin verði með stærra móti í ár og að öllu verði tjaldað til.

Kynnar á Sturtuhausnum verða þeir Nökkvi Fjalar og Egill Ploder úr Áttunni.Í dómnefnd verða Pálmi Gunnarsson, Sigríður Gunnarsdóttir og Valdimar Guðmundsson.

Hljómsveit kvöldsins skipa: Hallgrímur Jónas Ómarsson, gítar og tónlistarstjórn, Valgarður Óli Ómarsson gítar, Stefán Gunnarsson bassi og Arnar Tryggvason hljómborð.

Eftirtaldir flytjendur stíga á svið í Sturtuhausnum 2017:

Tinna Björg Traustadóttir – I’m not a girl – Britney Spears
Lilla Steinke – Niðavellir – Skálmöld
Særún Elma – On my own (Les Miserables) – Samantha Barks
Sunna Þórðardóttir – I who have nothing – Jordin Sparks
Rakel Mýrmann Þorsteinsdóttir – Hallelujah – Leonard Cohen
Birna Ösp Traustadóttir – Toggi og hulduhóllinn – Baggalútur
Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir – Not in that way – Sam Smith
Kristín Haraldsdóttir – Hjá þér – Sálin hans Jóns míns
Sigríður Hafstað – Isle of flightless bird – Twenty one Pilots
Örn Smári Jónsson – All of me – John Legend
Brynja Ploy – Problem – Ariana Grande
Svana Rún Alladóttir – Ex’s & oh´s – Vanessa Hudgens
Sindri Snær Konráðsson og Valgerður Þorsteinsdóttir – Líttu sérhvert sólarlag – Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius
Alexandra Guðný Berglind Haraldsdóttir – I dont know my name – Grace VanderWaal
Ari Rúnar Gunnarsson – Snow (hey oh)- Red hot chili peppers
Vigdís Anna Sigurðardóttir
Kristín Tómas. – Simphony – Frumsamið
Thelma Sól Hörpudóttir – Here – Alessia Cara
Anton Líni Hreiðarsson – Creep – Radiohead

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó