Prenthaus

Stuttmyndakeppni á Akureyri

Stulli stuttmyndakeppni verður í Rósenborg 1. nóvember

Stulli stuttmyndakeppni verður í Rósenborg 1. nóvember

Stuttmyndakeppnin Stulli verður haldin 1. nóvember í Ungmennahúsinu á Akureyri á vegum Félagsmiðstöðva Akureyrar og Ungmennahússins. Ungmenni á aldrinum 13-20 ára mega senda inn mynd í keppnina. Síðasti skiladagur á myndunum er 31. október og mega þær ekki vera lengri en sjö mínútur. Vinningshafi keppninnar vinnur sér inn ferð á stuttmyndakeppnina Laterna Magica sem haldin verður í Noregi á næsta ári.

Stulli er stuttmyndakeppni sem hefur verið haldin á Akureyri frá árinu 2007 og er hluti af samstarfi Félagsmiðstöðva Akureyrar, Ungmennahússins og Menningarfélagsins Eyþing.

Fyrir keppnina verður haldið námskeið í stuttmyndagerð fyrir áhugasama og verður það í Rósenborg fimmtudaginn 20. október frá klukkan 20-22. Elvar Örn Egilsson sem er útskrifaður úr kvikmyndaskóla Íslands og vinnur á sjónvarpsstöðinni N4 verður leiðbeinandi á námsskeiðinu.

Hér að neðan má sjá vinningsmyndina frá því í fyrra:

 

UMMÆLI

Sambíó