Styrkja Matargjafir Akureyri og nágrennis um 200 þúsund krónur

Styrkja Matargjafir Akureyri og nágrennis um 200 þúsund krónur

Líknarfélagið Alfa á Akureyri hefur ákveðið að styrkja það frábæra starf sem unnið er í Matargjafir Akureyri og nágrenni um 200.000 krónur.

Líknarfélagið hefur einnig verið að veita þeim sem minna mega sín á Eyjafjarðarsvæðinu aðstoð í formi gjafakorta fyrir jólin.

Fjáröflun félagsins hefur að miklu leiti verið í gegnum Jólabasarinn sem haldið er í kirkjunni í Gamla Lundi ár hvert, þar sem ýmsar handunnar vörur eru til sölu.

Allt starf líknarfélagsins er unnið í sjálfboðastarfi og haldin eru regluleg prjónakvöld þar sem tryggur hópur vinnur við að útbúa varning á Basarinn en einnig er tekið á móti garni og ýmsum handunnum vörum frá fólki í samfélaginu.

UMMÆLI

Sambíó