Styrktu Píeta samtökin með starfsmannasjóðnum

Styrktu Píeta samtökin með starfsmannasjóðnum

Starfsmannafélag AK-INN og Orkunnar, Hörgárbraut færð Píeta samtökunum 100.000 krónur að gjöf fyrir jólin. Ákveðið var að nota peninginn til að styrkja gott málefni í ár frekar en að nota sjóðinn til jólagjafakaupa fyrir starfsfólk.

„Markmið Píeta samtakanna er að opna á umræðu um sjálfsvíg og ná til fólks í sjálfsvígshugleiðingum. Við telum að þörfin fyrir slík samtök hafi aldrei verið meiri,“ segir í tilkynningu.

Það voru Lilja, Guðrún Vaka og Daníela frá AKINN og Kristinn Darri frá ORKUNNI sem afhentu forstöðumanni Píeta samtakanna á Akureyri, Birgi Erni, gjöfina.

Sambíó

UMMÆLI