Styrkur til verslunarreksturs í Grímsey og Hrísey

Styrkur til verslunarreksturs í Grímsey og Hrísey

Sjö dagvöruverslanir í minni byggðarlögum fá stuðning frá Byggðastofnun á næsta ári, Kríuveitingar í Grímsey og Hríseyjarbúðin eru þar á meðal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni og fjallað er um málið á vef Akureyrarbæjar.

Markmiðið er að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, staðfesti tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036. Að þessu sinni var úthlutað fimmtán milljónum kr. til verslunar í dreifbýli fyrir árið 2024. 

Verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni eru:

  • Verzlunarfélag Árneshreppur 3 milljónir kr.
  • Kríuveitingar, verslun í Grímsey 2,5 milljónir kr.
  • Verslunar og pöntunarþjónusta á Bakkafirði 2 milljónir kr.
  • Búðin, Borgarfirði eystri 2 milljónir kr.
  • Hríseyjarbúðin 2 milljónir kr.
  • Verslunarfélag Drangsness 2 milljónir kr.
  • Verslun á Reykhólum 1,5 milljónir kr.

Allir styrkirnir eru vegna rekstrar á árinu 2024 nema sá síðastnefndi sem veittur er til undirbúnings verslunar á Reykhólum

Sambíó

UMMÆLI