Suede með tónleika í Laugardagshöll

Breska indie rokk hljómsveitin Suede mun koma fram í Laugardagshöll 22.október næstkomandi. Suede komu fyrst til landsins fyrir 16 árum og spiluðu þá líka í Laugardagshöll á eftirminnilegum tónleikum.

Á tónleikunum mun hljómsveitin flytja efni af nýjustu plötu sinni Night thoughts og sýna um leið kvikmynd sem hljómsveitin vann að í tilefni útgáfunnar. Seinni hluta tónleikanna munu þeir svo spila alla sína helstu smelli.

Suede hefur haldið nokkra tónleika fyrr á árinu með eftir þessari formúlu og hlotið frábæra dóma. Þeir voru aðalatriðið á John Peel sviðinu á Glastonbury árið 2015 og unnu Godlike Genious verðlaun NME tímaritsins það sama ár.

Nýja platan þeirra Night Out hefur fengið afburðar dóma líkt og flestar plötur sem þeir hafa gefið út.

suede-2013-paris-festival-lesinrocks

Hljómsveitin mun spila í Laugardagshöll 22. október næstkomandi

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó