NTC netdagar

Sumarferðum Voigt Travel á milli Hollands og Akureyrar lokið

Sumarferðum Voigt Travel á milli Hollands og Akureyrar lokið

Í dag var síðasta flug Transavia á milli Akureyrar og Rotterdam í sumar. Ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur staðið fyrir alls sextán ferðum í sumar og mikil ánægja hefur verið með þjónustuna.

Í vetur mun Voigt Travel bjóða upp á ferðir frá Akureyri til Amsterdam. Alls verða átta brottfarir frá 14. febrúar og flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum. Ferðaskrifstofan mun bjóða upp á ýmsar pakkaferðir eins og áður, sem vonandi mun nýtast norðlenskri ferðaþjónustu vel.

Akureyringum gefst meðal annars tækifæri á því að skreppa í helgarferðir til Amsterdam en sala á slíkum ferðum er þegar hafin hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar.

Sambíó

UMMÆLI