Vinna og vélar

Sumartónar á Norðurlandi

Sumartónar á Norðurlandi

Tónleikarnir Sumartónar verða haldnir á Dalvík, Siglufirði og Akureyri á næstu dögum. Norðlensku tónlistarmennirnir Stefán Elí, Flammeus og Hnoss munu koma fram og flytja frumsamin lög í bland við sígild íslensk lög.

Tónleikar verða á Gísla, Eiríki og Helga á Dalvík 24. júní, Kaffi Rauðku á Siglufirði 25. júní og á Græna Hattinum á Akureyri 30. júní.

Guðjón Jónsson og Hafsteinn Davíðsson verða tónlistarmönnunum til halds og trausts á tónleikunum. Guðjón mun spila á píanó og Hafsteinn á trommur.

Sambíó

UMMÆLI