Múlaberg

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Sumartónleikar Akureyrarkirkju hefjast 27. júní næstkomandi. Vanalega hafa tónleikarnir verið alla sunnudaga í júlí en að þessu sinni verður breytt út af vananum og hafið tónleikaröðina í júní. Það verða því alls fimm tónleikar í ár.

„Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hafa verið haldnir frá árinu 1987 og er önnur elsta tónleikaröðin á Íslandi. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju skipa mikilvægan sess í menningarlífinu á Norðurlandi og er partur af Listasumri ár hvert,“ segir í tilkynningu.

Allir tónleikarnir eru haldnir kl 17:00 á sunnudögum í lok júní og í júlí og frítt er á þá alla. Það eru þær Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Petrea Óskarsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem hefja tónleikaröðina í ár, eins og áður var nefnt, þann 27. júní kl 17:00 en þær munu flytja tónlist fyrir sópran, flautu og orgel frá ýmsum tímum eftir konur og karla s.s. barokkverk eftir Telemann og Händel og ný verk eftir Arngerði Maríu Árnadóttur og Emmu Lou Diemer.

Þann 4. júlí taka svo við af þeim Jónína Björt Gunnarsdóttir, Ívar Helgason og Valmar Väljaots. Þau munu flytja tónlist úr teiknimyndum, leikritum, ævintýrum o.fl. og verða þetta hinir glæsilegustu fjölskyldutónleikar.

11. júlí stígur á svið tríóið Gadus Morhua. Þau munu flytja frumsamið efni sem fléttast saman í hljóðheim þar sem barokk mætir íslensku baðstofunni.

18. júlí kemur Stengjakvartettinn Spúttnik og leikur nýja efnisskrá á hljóðfæri smíðuð af fiðlusmiðnum Jóni Marinó Jónssyni.

Olga Vocal ensemble botnar tónleikaröðina í ár, þann 25. júlí. Þeir flytja klassísk verk og jazzlög yfir í yfirtónasöng saminn af meðlimum Olgu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó