Sumartónleikar Snorra Ásmundssonar á Akureyri

 

Snorri Asmundsson


Snorri Ásmundsson heldur sumartónleika föstudaginn 9. Júní næstkomandi í Dynheimum sem nú ber heitið Kaktus. À efnisskrá verða fallegir sumarslagarar og önnur lög eftir listamanninn sjálfan og aðra ásamt því að sýna færni sína og ýmsa gamla takta mun Snorri einnig syngja.

Snorri er eins og margir vita einn besti píanóleikari og harmonikkuleikari í heiminum í dag. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og ætlast er til að tónleikagestir verði snyrtilega klæddir og kurteisir.

Sambíó

UMMÆLI