Vinna og vélar

Sundkeppni sveitarfélaga hófst í dag

Sundlaug Akureyrar

Í dag hófst Hreyfivíka Ungmennafélags Íslands. Einn liðurí Hreyfivikunni er sundkeppni á milli Sveitarfélaga. Akureyrarbær tekur að sjálfsögðu þátt í keppninni og hægt að skrá metra sem synt er í afgreiðslum lauganna.

Markmið hreyfiviku UMFÍ er að hvetja einstaklinga að finnas sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega. Hreyfivikan stendur yfir frá 29. maí til 4. júní.

Akureyri komst ekki á lista yfir topp 10 bestu sveitarfélögin í keppninni á síðasta ári en forsvarsmenn sundlauganna eru staðráðnir í að bæta það í ár.

Þegar þetta er skrifað hafa hátt í 60 þúsund metrar verið synti í Sundlaug Akureyrar í dag en sundlaugin lokar klukkan 21.00. Á morgun þriðjudaginn 30. maí verður svo frítt í sundlaugar bæjarins, en það er hluti af átakinu Akureyri á iði.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó