Sundlaugar á Norðurlandi

Sundlaugar á Norðurlandi

Fjölmargar sundlaugar eru á Norðurlandi.  Flestar eru útilaugar sem eru hitaðar með jarðhitavatni.  Einstaka sundlaugar eru hitaðar upp með öðrum hætti og eru það oftast innilaugar.  Sundlaugarnar voru í fyrstu byggðar sem kennslulaugar, en með árunum hafa verið bætt við þjónustuna með heitum pottum, eimböðum, gufuböðum, ljósabekkum, vatnsrennibrautum, barna og busllaugum ásamt leiktækjum fyrir börn.

Hér að neðan má sjá lista yfir sundlaugar á svæðinu en frekari upplýsingar má nálgast á vef Markaðsstofu Norðurlands


Sundlaugin Hrafnagili

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar var vígð eftir endurbætur í ársbyrjun 2007. Laugin sjálf er 10 x 25 metrar og við hana stór vaðlaug sem er einstaklega skemmtilegt buslusvæði fyrir börnin en jafnframt notalegt sólbaðssvæði fyrir þá sem eldri eru. Að auki er við sundlaugina heitur pottur, kalt kar (yfir sumartímann) og eimbað að ógleymdri stórri vatnsrennibraut sem ætíð er líf og fjör í kringum. Svæðið hentar sérlega vel barnafjölskyldum, enda skipulagt þannig að gott er að sjá yfir það allt hvort sem er frá sundlaug, vaðlaug eða potti.

Lesa meira


Sundlaugin Hofsósi

Sundlaugin á Hofsósi þykir sérstaklega falleg og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga frá því hún var tekin í notkun. Sundlaugin og umhverfi hennar er einkar glæsilegt. Lauginni var valinn staður niður á sjávarbakka, sunnarlega í þorpinu, ofan við svonefnda Staðarbjargarvík. Laugin er þannig frágengin að þegar synt er frá suðri til norðurs rennur vatnsflötur laugarinnar saman við hafflötinn neðan hennar með beina stefnu á Drangey.

Lesa meira.


Sundlaugin Varmahlíð

Sundlaugin í Varmahlíð er vinsæl fjölskyldulaug með tvær rennibrautir. Önnur er lítil og góð fyrir þau minnstu en hin er stór og hentar betur fyrir eldri börn. Laugin skiptist í 25 metra laug og 8 metra laug sem er grynnri og heitari og hentar einstaklega vel fyrir alla fjöslkylduna.

Lesa meira.


Sundlaug Glerárskóla

Glerárlaug er frábær 16 metra innilaug sem hentar vel til sundkennslu barna og unglinga, auk allra annarra kosta sem innilaugar hafa upp á að bjóða. Á svæðinu eru einnig tveir heitir nuddpottar og vaðlaug auk útiklefa. Á svæðinu er einnig kalt ker og sólbaðsaðstaða á útisvæði.

Lesa meira.


Sundlaugin Blönduósi

Glæsilega útbúin íþróttamiðstöð, þrek- og lyftingasalur, sundlaug, tveir heitir pottar, gufa, vaðlaug, ísbað og tvær stórar rennibrautir og hellingur af skemmtilegum leiktækjum og leikföngum.

Lesa meira.


Sundlaugin Hrísey

Sundlaugin í Hrísey er 12,5 metra útilaug. Þar er einnig heitur pottur, vaðlaug og kalt ker að ógleymdri sólbaðsaðstöðu.

Lesa meira.


Sundlaugin Siglufirði

Sundöllin á Siglufirði er innilaug 10 x 25 metrar. Á útisvæði er stór pottur með nuddi og sauna.

Lesa meira.


Sundlaug Sauðárkróks

Heitu pottunum í Sundlaug Sauðárkróks hefur verið lýst sem þeim bestu á landinu, en pottarnir eru tveir, annar 39°C og hinn 41°C. Í báðum pottum er loftnudd. Sundlaugin er 25×8 metrar.

Lesa meira.


Sundlaug Akureyrar

Sundlaug Akureyrar er vatnaparadís fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er að finna tvær 25 metra útilaugar og 12,5 metra innilaug. Þrjár rennibrautir eru á svæðinu sem njóta mikilla vinsælda. Á útisvæði eru fjórir heitir pottar, tvær vaðlaugar og kaldur pottur. Í yfirbyggðum sal er volgur innipottur. Auk þess er á sumrin sólbaðsaðstaða og leiksvæði með gervigrasi.

Lesa meira.

Sundlaugarsvæðið

Sundlaugin Dalvík

 Sundlaug Dalvíkur var tekin í notkun haust 1994. Sundlaugin er þekkt fyrir fallegan byggingarstíl og hið frábæra útsýni hvort sem er úr pottum eða turni. Sundlaugin er afar vinsæl meðal ferðamanna sem njóta hvíldar og sólbaða á sumrin og þeirra sem heimsækja okkur og upplifa norðurljósin á meðan slappað er af í pottunum. Hér má finna 12,5m x 25m sundlaug, heita potta, barna- og hvíldarlaug, vatnsrennibraut, vatnssvepp og eimbað.

Lesa meira.


Sundlaugin Grímsey

Í Grímsey er 12,5 metra innilaug, ásamt heitum potti og köldu keri. Sundlaugin í Grímsey er ekki með séraðstöðu fyrir fatlað fólk. Innanhúss kemst hjólastóll um húsið en þar er innilaug og innipottur.

Lesa meira.


Sundlaugin Hvammstanga

Um sundlaugina

  • Sundlaug: 25m x 11m útilaug með fjórum brautum
  • Heitur pottur með vatnsnuddi
  • Barnapottur
  • Vaðlaug
  • Gufubað
  • Þvottavél og þurrkari til afnota fyrir gesti
  • Þrektækjasalur
  • Rennibraut

Lesa meira.


Jarðböðin við Mývatn

Jarðböðin við Mývatn eru staðsett í Jarðbaðshólum, um 4 km frá Reykjahlíð. Hér hafa verið stunduð heit jarðböð til heilsubótar allt frá landnámsöld en snemma á þrettándu öld vígð Guðmundur góði, biskup, gufuholu í Jarðbaðshólum sem notuð var til gufubaða (þurrabaða). Jarðböðin eru fyrir alla sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál. Boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott. Öll aðstaða fyrir gesti er góð, búningsklefar með læstum skápum, útiklefar og góðar sturtur. Hægt er að leigja sundfatnað og handklæði.

Með Jarðböðunum við Mývatn er ætlunin að viðhalda aldagamalli hefð fyrir böðum í Mývatnssveit, auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamenn, styrkja atvinnulíf á svæðinu og opna nýja möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu.

Lesa meira.


Sundlaugin Hrísey

Sundlaugin í Hrísey er 12,5 metra útilaug. Þar er einnig heitur pottur, vaðlaug og kalt ker að ógleymdri sólbaðsaðstöðu.

Lesa meira.


Sundlaugin Ólafsfirði

Í Ólafsfirði er úti sundlaug 8 x 25 m, 2 heitir pottar 38° og 40° og er annar m/nuddi. Einnig er góð aðstaða fyrir barnafólk og hægt að velja að fara í fosslaugina og barnalaugina og síðast en ekki síst rennibrautirnar tvær. Önnur er snákur sem er 3,5 metrar en sú stærri er 52,5 metrar og er svarthol. Hún er mjög vinsæl.

Lesa meira.


Sundlaugin Þelamörk

Upplýsingar.


Sundlaugin Laugum

Á Laugum er glæsileg 25 m laug með tveimur rúmgóðum heitum pottum og vaðlaug.
Sundlaugin er í sama húsnæði og íþróttahöllin.  

Lesa meira.


Sundlaugin Grenivík

Upplýsingar.


Sundlaugin Raufarhöfn

Upplýsingar.


Sundlaugin Húsavík

Upplýsingar.


Sundlaugin Svalbarðseyri

Upplýsingar.


Sundlaugin Skagaströnd

Upplýsingar.


Sundlaugin Illugastöðum

Upplýsingar.


Sundlaugin Stórutjarnarskóla

Upplýsingar.


Sundlaugin Þórshöfn

Upplýsingar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó