Sundlaugin opnar í fyrramálið: „Hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum aftur“

Sundlaugin opnar í fyrramálið: „Hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum aftur“

Sundlaug Akureyrar hefur verið lokuð undanfarna daga vegna veðurs og skorts á heitu vatni. Sundlaugin opnar á ný í fyrramálið klukkan 6:45.

Byrjað er að hita laugar og potta á nýjan leik og reiknað er með því að flest verði komið í rétt hitastig þegar líða fer að morgni samkvæmt tilkynningu á Facebook-síðu Sundlaugarinnar.

„Hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum aftur,“ segir í tilkynningunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó