Prenthaus

Survivor kynnirinn Jeff Probst staddur á Akureyri – Næsta sería í Eyjafirði?

Jeff Probst elskar Akureyri!

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Jeff Probst er þessa stundina staddur á Akureyri en fólk ætti að þekkja kauða úr þáttunum Survivor. Jeff sást spóka sig um í Glerársundlaug snemma í morgun.

Þegar Kaffið náði tali af Jeff var hann staddur í Krua Siam að fá sér núðlur. Hann gaf sér nokkrar mínútur til að spjalla við blaðamann en hann er hér staddur til að kanna aðstæður fyrir 35. þáttarröð Survivor. Hann gat því miður lítið tjáð sig um stöðu mála en nefndi bæði Hrísey og Grímsey sem mögulega tökustaði.

„Akureyri er einn fallegasti bær sem ég hef komið til og ég hef fengið hátíðlegar móttökur. Ég fer heim snemma á morgun en það er aldrei að vita nema maður skelli sér út á lífið í kvöld,“ sagði Jeff en til gamans má geta að hann er fráskilinn.

Jeff verður í Pennanum í dag að árita bók sína, Being Jeff Probst klukkan 15:00 þannig að aðdáendum gefst kostur á að hitta þennan merka mann.

UMMÆLI

Sambíó