Sushi Corner opnar á Akureyri í mars

Sushi Corner

Veitingastaðurinn Sushi Corner opnar í Kaupvangsstræti 1 síðar í þessum mánuði. Húsið sem um ræðir hefur til að mynda hýst samlokustaðinn Subway til fjölda ára.

Einar Geirsson, eigandi Rub23, sér um opnun staðarins. Hann sagði í samtali við Kaffið fyrir skemmstu að um svokallaðan sushi-train stað væri að ræða. Fyrir þá sem ekki vita virka slíkir staðir þannig að sest er við færiband og viðskiptavinir grípa þá diska sem þeim hugnast að snæða.

Á staðnum verður bæði hægt að borða inni og taka með sér heim. Samkvæmt Facebook síðu staðarins mun hann eins og áður segir opna í mars en frekari upplýsinga er að vænta.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó