Svartfellingur á reynslu hjá KA

Ka menn eru á fullu að undirbúa sig fyrir Pepsi deildina

Næstkomandi föstudag mun 27 ára gamall Svartfellingur að nafni Darko Bulatovic koma til KA til reynslu. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins.

Bulatovic er vinstri bakvörður sem getur einnig leyst stöðu kantmanns og miðvarðar. Hann lék síðast með liði Cukaricki í Serbíu og þar áður spilaði hann fyrir Radnicki Nis í sama landi. Hann á að baki 63 leiki í efstu deild í Serbíu og hefur leikið fyrir U21 landslið Svarfjallalands.

 

 

UMMÆLI

Sambíó