Svavar Örn er íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2017

Í tilefni lýsingu á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar bauð íþrótta- og æskulýðsráð til mannfagnaðar fimmtudaginn 4. janúar í Bergi.

Tilnefndir til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2017 voru þau Andrea Björk Birkisdóttir (skíði), Amalía Nanna Júlíusdóttir (sund), Amanda Guðrún Bjarnadóttir (golf), Ingvi Örn Friðriksson (kraflyftingar), Svavar Örn Hreiðarsson (hestar) og Viktor Hugi Júlíusson (frjálsar)

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2017 er Svavar Örn Hreiðarsson hestamaður hjá Hestamannafélaginu Hring.

Ástæða tilnefningar frá Hestmannafélaginu Hring var rökstudd með eftirfarandi hætti:

Svavar Örn hefur verið í fremstu röð á kappreiðarbrautinni undanfarin ár og sló ekki slöku við þetta árið enda var markmið hans að komast á HM í Hollandi með Heklu frá Akureyri og þangað komst hann þó leiðin hafi ekki verið bein né greið. En veltan sem þau tóku saman í sumar Svavar og Hekla, er fyrir löngu orðin heimsfræg. Flestir töldu að þar með væri draumurinn búinn en svo var aldeilis ekki Svavar lætur ekkert stoppa sig hvorki byltur né sjúkdóm sinn MS og hélt áfram að keppa og uppskar það sem stefnt var að, að komast í landsliðið og á HM í Hollandi. 

Besti tími ársins hjá Svavari í 100 mtr flugskeiði var á Heklu 7,25 sek,  einnig náði hann góðum árangri á Flugari eða 7,78  sek.  Í 250 mtr skeiði á Svabbi best á árinu 22,68 sek á Heklu og á Þyrli á hann 23,71  sek.

UMMÆLI

Sambíó