Múlaberg

Sviðslistaverkið Tæring sýnt á Hælinu í haust

Sviðslistaverkið Tæring sýnt á Hælinu í haust

Sýningar á sviðslistaverkinu TÆRING verða teknar upp að nýju í haust. TÆRING verður eins og áður sýnt á Hælinu setri um sögu berklanna á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit.

„Verkið er innblásið af sögu berklasjúklinga sem þar dvöldu á síðustu öld og var frumsýnt haustið 2020. Verkið er samsköpun allra þátttakenda og er sérstaklega unnið inn í sýningarrýmið þar sem leiknum senum er blandað við vídeóverk og hljóðverk og einnig fara einhver atriði fram utandyra sem áhorfendur sjá út um glugga,“ segir í tilkynningu.

Listrænir sjórnendur sýningarinnar eru Vala Ómarsdóttir leikstjóri, Vilhjálmur B. Bragason leikskáld, Auður Ösp Guðmundsdóttir leikmynda- og búningahönnuður, María Kjartansdóttir vídeólistakona og ljósmyndari og Biggi Hilmars tónlistarmaður. Á meðal leikara eru Birna Pétursdóttir, Árni Beinteinn og Kolbrún Lilja Guðnadóttir.

Verkefnið hlaut styrk í aukaúthlutun Leiklistarráðs í vor og styrk úr Sóknaráætlun og er samstarfsverkefni Hælisins seturs um sögu berklanna og Leikfélags Akureyrar. Einungis 10 áhorfendur komast á hverja sýningu. Miðasala er hafin hér

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó