Myndband um Akureyri hefur vakið mikla athygli eftir að það var birt á á Facebook síðu Visit Akureyri. Myndbandið, sem er ætlað til markaðssetningar Akureyrar fyrir erlenda ferðamenn, er unnið af N4 Sjónvarpi fyrir Akureyrarstofu. Það hefur nú þegar fengið yfir 25 þúsund áhorf en myndbandinu eru m.a. falleg skot af Akureyri ásamt upplýsingum um afþreyingu í bænum og á svæðinu í kring. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
UMMÆLI