Prenthaus

Sykurverk safnar fyrir flutningum í Strandgötu

Sykurverk safnar fyrir flutningum í Strandgötu

Eigendur kaffihússins Sykurverk í miðbæ Akureyrar hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund til þess að safna fyrir flutningum staðarins í Strandgötu 3.

Mæðgurnar Helena Guðmundsdóttir, Karólína Helenudóttir og Þórunn Jóna Héðinsdóttir opnuðu Sykurverk, í Brekkugötu 3, í maí árið 2020 og staðurinn hefur vakið mikla lukku í bænum síðan.

„Við höfum sett af stað söfnun hjá Karolina fund, þar sem við fengum nýtt og mun glæsilegra húsnæði á sömu kjörum og stefnum á flutninga en kostnaðurinn við það er að reynast okkur mjög erfiður,“ segir Helena Guðmundsdóttir, einn eiganda, við Kaffið.is.

Hún segir að það þurfi að huga að mörgu fyrir nýtt húsnæði og því hafi verið ákveðið að prófa söfnuna í gegnum Karolina Fund til þess að létta á. Söfnunin stendur til 7. nóvember næstkomandi.

„Eitt vandamál hefur komið upp hjá okkur er plássleysi. Fyrir okkar frábæru framleiðslu sem hefur fengið svo æðislegar viðtökur er fátt sem stoppar okkur í að geta veist við öllum veislupöntunum sem koma til okkar, en þar stoppar okkur plássleysið. Því miður þurfum við oft að vísa fólki frá vegna þess að við getum ekki tekið að okkur fleiri pantanir þar sem að plássið okkar og tækin eru of lítil. Því langar okkur að flytja framleiðsluna og kaffihúsið úr því húsnæði sem við erum í núna og flytja reksturinn yfir í nýtt og betra húsnæði sem getur haldið staðnum gangandi um ókomna framtíð, þar sem við teljum rektsurinn okkar ekki ganga lengur í svo litlu rými og við teljum að Sykurverk geti blómstrað ef plássið er nægt,“ segir á vef söfnunarinnar.

Nýtt húsnæði Sykurverks er eins og áður segir í Strandgötu 3 en þar var Pósturinn áður til húsa. Á vef söfnunarinnar segir að það húsnæði sé með stærra eldhúsi, betra aðgengi fyrir alla viðskiptavini og stærra útisvæði.

Hægt er að kynna sér söfnunina nánar á vef Karolina Fund með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI