Sýn á Akureyri í Deiglunni

Sýn á Akureyri í Deiglunni

Paul Landon gestalistamaður Gilfélagsins í apríl opnar sýningu sína í Deiglunni kl. 13.00 laugardaginn 27. apríl. Hann býður gestum sýningarinnar í göngu um bæinn kl.14. Gangan tekur u.þ.b. klukkutíma. Sýningin stendur til kl.18 og verður einnig opin sunnudaginn 21. apríl frá 13 – 18. Aðeins þessi eina sýningarhelgi.

Sýn á Akureyri er gönguferð og röð stafrænna teikninga sem fjalla um byggingu sjónrænnar skynjunar í þessari litlu norðurborg. Í göngunni er skoðað hvernig borgin hefur séð sjálfa sig, umhverfi sitt og umheiminn í gegnum tíðina.

Teikningarnar sýna vetrarborg þar sem skynjun byggingarlistar hefur verið umbreytt og þurrkuð út vegna veðurskilyrða.

Paul Landon er listamaður sem skoðar byggt ból. Hann umritar flakk sitt í einstök miðlunarferli: upptöku, klippingu, geymslu og endurgerð. Verk Landons, teikningar, ljósmyndun, myndband eða innsetning, skoða ósveigjanlegt eðli byggingarlistarinnar og tilbúins landslags, og staðhæfir þá sem staði markaða gleymdum fyrirheitum, ónýta minnisvarða. Verk hans hafa verið sýnd á alþjóðavettvangi síðan 1984, hann hefur birt fjölda greina og ritgerða bæði á netinu og á prenti frá 2010.

Landon útskrifaðist frá Nova Scotia College of Art and Design í Halifax, Kanada árið 1984 og frá Jan van Eyck akademíunni í Hollandi árið 1989. Árið 2016 fékk hann doktorsgráðu í frjálsri myndlist frá Finnsku listaakademíunni í Helsinki. Paul Landon býr og starfar í Montréal, þar sem hann er prófessor í margmiðlun við École des arts visuels et médiatiques of UQÀM.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó